Nýtt Yfirfara þarf gamlar jólaseríur RAFLJÓSASERÍUR, sem legið hafa ónotaðar í tæpt ár, þarfnast yfirferðar áður en þær eru teknar í notkun að nýju, segir Örn Guðmundsson verkfræðingur.

Nýtt Yfirfara þarf gamlar jólaseríur

RAFLJÓSASERÍUR, sem legið hafa ónotaðar í tæpt ár, þarfnast yfirferðar áður en þær eru teknar í notkun að nýju, segir Örn Guðmundsson verkfræðingur. Um slíkar seríur gilda sömu reglur og um aðrar rafmagnsvörur svo sem að taka rafmagn úr sambandi ef skipta þarf um ljósaperur. "Ef snúran er trosnuð eða sér í bera víra skal tafarlaust taka hana úr sambandi og láta fagmann yfirfara hana," segir Örn.

Þegar ný sería er keypt eiga að fylgja leiðbeiningar á íslensku og greinilega á að merkja hvers konar rafspennu og gerð af ljósaperum skuli nota, að sögn Arnar. "Margar jólaseríur eru eingöngu til nota innanhúss og eiga þá að vera merktar sérstaklega sem slíkar."