Teitur fer til Larissa TEITUR Örlygsson, körfuknattleiksmaður með Larissa í Grikklandi, hefur verið í fríi hér heima síðstu dagana, en heldur á ný til Grikklands í fyrramálið.

Teitur fer til Larissa

TEITUR Örlygsson, körfuknattleiksmaður með Larissa í Grikklandi, hefur verið í fríi hér heima síðstu dagana, en heldur á ný til Grikklands í fyrramálið. "Forráðamenn Larissa borguðu mér allt sem ég átti inni hjá þeim í vikunni þannig að ég fer út á sunnudaginn," sagði Teitur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði þó ekki ljóst hvort, og þá hvernig hann kæmist til Larissa. "Bændur hafa lokað vegum og járnbrautarteinum í Grikklandi og Larissa er í landbúnaðarhéraði þannig að ég er ekkert viss um að ég komist þangað upp eftir," sagði Teitur, en samkvæmt mótaskrá á Larissa heimaleik við Aris í næstu umferð.