GUÐRÚN BJARNADÓTTIR Guðrún Bjarnadóttir frá Grímsey var fædd á Hóli í Þorgeirsfirði 2. desember 1898. Hún lést á Ólafsfirði 8. desember síðastliðinn. Hún fluttist til Grímseyjar 1915 og bjó þar í rúm þrjátíu ár. Foreldrar Guðrúnar voru Bjarni Gunnarsson frá Hóli í Fjörðum og kona hans, Inga Jóhannesdóttir. Inga var dóttir Jóhannesar bónda á Kussungsstöðum í Fjörðum. Systkini Guðrúnar voru: Siggerður, gift Magnúsi Símonarsyni, Óli, kvæntur Elínu Þóru Sigurbjarnardóttur, Svanfríður, gift Jakobi Helgasyni. Systir Guðrúnar sammæðra var Signý Óladóttir. Systkini Guðrúnar eru öll látin.

Guðrún giftist 1923 Sigmari Ágústssyni, f. 1. nóvember 1898, d. 5. nóvember 1983, sjómanni í Grímsey. Börn Guðrúnar og Sigmars eru: Margrét, f. 26. maí 1923, d. 23. janúar 1941 og Bjarni Reykjalín verkstjóri, f. 15. júlí 1929, kvæntur Helgu Jónínu Ásgeirsdóttur, f. 23. september 1934, d. 22. febrúar 1985. Guðrún átti fyrir einn son Ingólf Baldvinsson verkstjóra, f. 28. maí 1920, d. 26. september 1996. Ingólfur var tvíkvæntur, fyrri kona hans Guðrún Hjaltalín Loftsdóttir, f. 16. júlí 1920, d. 6. júní 1943, seinni kona hans Hildigunnur Ásgeirsdóttir, f. 23. apríl 1927, d. 20. september 1989. Guðrún og Sigmar ólu einnig upp eitt barnabarn sitt, Guðrúnu Ingólfsdóttur. Börn Guðrúnar eru þrjú, barnabörn tíu og langömmubörn tuttugu og sex og langalangömmubörn fjórtán. Guðrún og Sigmar fluttust 1947 til Ólafsfjarðar þar sem þau bjuggu síðan.

Guðrún starfaði lengst af við fiskverkun.

Útför Guðrúnar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.