Kristinn Beck Kveðja frá tengdasyni Hinsta ferðin hafin er hjá heiðursmanni snjöllum. Glaður þessa för hann fer fegnastur af öllum. Marga áður fór hann ferð, flutti "mann og annan" eignaðist við það vinamergð því vini í öllum fann hann.

Milli ferða fékkst hann við

að fegra hús og bæta.

Hans var auðþekkt handbragðið

á handverkinu mæta.

Er segja tók hann sögurnar

sálar léttist byrði

því kímigáfa Kristins var

kunn um alla firði.

Um þrítugs aldur, að ég tel

fór Inga að "gefa tóninn",

í Valhöll bjuggu lengi vel

þau valinkunnu hjónin.

Ég votta þeim í þessu hér

þökk og virðing mína.

Þau gáfu auk alls annars mér

einkadóttur sína.

Með söknuði ég Kristin kveð

en klukkur lífsins tifa.

Ég þakka að hafa honum með

nær hálfa öld mátt lifa.

Blessuð veri minning Kristins Beck.

Sigurður Jónsson.