Ágúst Eyjólfsson Okkur langar að kveðja þig, Gústi minn, með nokkrum orðum. Okkur datt ekki í hug þegar við hittum þig fyrir þremur vikum, við jarðarför Kristins bróður þíns, að við ættum ekki eftir að sjást oftar í lifanda lífi. Maður spyr: Hver er tilgangurinn? Bræður á besta aldri deyja með svo stuttu millibili, en við ráðum engu.

Minningarnar eru margar. Áður en þú fluttir út til Svíþjóðar með Elsu, vorum við mikið saman. Það var oft fjör á Hagamelnum í þá gömlu góðu daga. Seinna meir kynntumst við systkinum þínum og foreldrum, þeim elskulegu hjónum. Synir okkar voru í sveit í Hvammi til margra ára. Það var alltaf eins og við hefðum hist í gær, þegar við hittumst, þó oft væru mörg ár frá því að við hittumst síðast.

Hafðu þökk fyrir allt og friður Guðs sé með þér.

Elsku Dúna, Eyfi, Elsa, börn og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.

Guðlaug Steingrímsdóttir

og Jón Ólafsson.