Framtíðarútlit Mercedes? TILRAUNABÍLL Mercedes-Benz var nýlega prófaður á akstursvæði fyrirtækisins í Stuttgart. Bíllinn þykir gefa vísbendingar um framtíðarútlit bíla Mercedes.

Framtíðarútlit Mercedes?

TILRAUNABÍLL Mercedes-Benz var nýlega prófaður á akstursvæði fyrirtækisins í Stuttgart. Bíllinn þykir gefa vísbendingar um framtíðarútlit bíla Mercedes. Bíllinn er afar straumlínulagaður, með afturhallandi framrúðu og litlum hliðarspeglum sem eru aftarlega á hliðum bílsins. Framendinn er stuttur en afturendinn öllu lengri en hönnunin miðar öll að því að draga úr loftmótstöðu í akstri.

Notaður SLK helmingi dýrari en nýr

ÞAÐ óvenjulega hefur gerst að notaður Mercedes-Benz SLK sportbíll er helmingi dýrari en nýr og viðskiptavinirnar standa í biðröðum eftir honum notuðum. Ástæðan er sú að afhendingartími á nýjum bíl er allt að tvö ár og Mercedes hefur ekki undan að framleiða bíla. Sama er uppi á tengingnum með aðra litla sportbíla. Mikil eftirspurn er eftir MGF, Lotus Elise og BMW Z3.

Mercedes-Benz SLK sportbíll

Volvo

fær GDI-vélina

SÚ bílvél sem mest er talað um þessa dagana, GDI-vél Mitsubishi með beinni bensíninnsprautun í strokka, verður boðin samtímis í Mitsubishi Carisma og Volvo S40. Bílarnir eru smíðaðir í Nedcar verksmiðjunni í Hollandi sem er í sameiginlegri eign Mitsubishi, Volvo og hollenska ríkisins. Þar með er talið að Volvo fái fulla endurgreiðslu fyrir samstarf sitt við Mitsubishi. GDI vélin er sögð framleiða hreinni bruna og vera sparneytnari en nokkur önnur bensínvél sem framleidd hefur verið.

Saab gerður af

tröllum

50 ÁRUM eftir að frumgerð Saab fólksbílsins kom fram á sjónarsviðið skartar hún ennþá afar framtíðarlegum línum svo erfitt er fyrir aðra framleiðendur að gera betur. Bíllinn var seldur í Bandaríkjunum og eitt af slagorðunum sem beitt var við söluna þar vestra var "Made in Trollhättan - By Trolls", eða framleiddur í Trollhättan af tröllum. Bíllinn er afar straumlínulagaður og finnst ennþá í aksturshæfu ástandi í heimalandi sínu.