Úr myndasafni Sláturfélags Suðurlands NÚ 28. JANÚAR eru liðin rétt níutíu ár síðan bændur á Suðurlandi söfnuðust saman við Þjórsárbrú í Rangárvallasýslu og stofnuðu Sláturfélag Suðurlands. Um síðustu aldamót voru ýmsir erfiðleikar í afurðasölumálum.

Úr myndasafni Sláturfélags Suðurlands

NÚ 28. JANÚAR eru liðin rétt níutíu ár síðan bændur á Suðurlandi söfnuðust saman við Þjórsárbrú í Rangárvallasýslu og stofnuðu Sláturfélag Suðurlands. Um síðustu aldamót voru ýmsir erfiðleikar í afurðasölumálum. Árið 1896 var innflutningur lifandi fjár til Bretlands bannaður og varð því að auka mjög slátrun í landinu sjálfu en á því voru annmarkar miklir þar sem skipulögð sauðfjárslátrun hafði ekki tíðkast, frystitæki voru ókunn og geymsluaðferðin því eingöngu söltun kjötsins og sölumeðferð á frumstæðu stigi. Við þessar aðstæður stofnuðu bændur í 26 hreppum Árnes- og Rangárvallasýslna Sláturfélag Suðurlands. Félagið starfar enn með miklum blóma og framleiðslan er nú fyrir nokkrum árum komin austur á Hvolsvöll en var lengst af í Reykjavík, þar reisti félagið sláturhús á aðalmarkaðssvæði sínu á svokallaðri Frostastaðalóð, sem er við Skúlagötu. Þar voru höfuðstöðvar Sláturfélagsins í rösklega 80 ár.

Ljósmyndari Ólafur Magnússon.

Frá niðursuðuverksmiðju Sláturfélagsins á Skúlagötu 20, í nýjum húsakynnum verksmiðjunnar sem var reist árið 1929. Dósir undir framleiðsluvörur verksmiðjunnar voru framleiddar á staðnum.

Ljósmyndari Pétur Thomsen.

Útkeyrslubíll - Chevrolet 1955.

Matardeildin Hafnarstræti 5. Myndin tekin 1930.

Ljósm. Sig. Zo¨ega & Co.

STARFSFÓLK í verslunum SS 1931. Fremsta röð frá vinstri: Skúli Ágústsson frá Birtingarholti, versl.stj. matardeildar, þá Matarbúðarinnar Laugavegi 42, síðan frystihússtjóri á Skúlagötu 20, Lárus Lýðsson, versl.stj. á Týsgötu 1 og síðar Skólavörðustíg 22. Guðni Árnason versl.stj. matardeilar í um 30 ár frá 1923. Þorvaldur Guðmundsson (í Síld og fisk") starfsmaður matardeildar og síðar niðursuðu. Dagbjartur Lýðsson, matardeild. Önnur röð frá vinstri: Nafn óþekkt, Sigrún, Helga og Guðrún, föðurnöfn óþekkt, starfsmenn matardeildar. Guðbrandur Bjarnason, versl.stj. Skólavörðustíg á eftir Lárusi Lýðssyni. Hjördís Jónsdóttir, starfsmaður í ýmsum verslunum og pylsugerð. Aftasta röð frá vinstri: Jón Eyjólfsson (faðir Jóhannesar í Bónus) byrjaði sem sendill í matardeild, síðar verslunarstjóri þar og deildarstjóri vörumiðstöðvar. Hafliði Magnússon (bróðir Ólafs Magnússonar ljósm.) sendill í matardeild, svo starfsmaður pylsugerðar og fór til Bandaríkjanna á stríðsárunum í kjötiðnaðarnám. Andrés Ásmundsson (sonur Ásmundar biskups) sendill í matardeild, síðar læknir. Kjartan Skúlason (sonur Skúla Ágústssonar), afleysingamaður verslana.