100 vinsælustu bækurnar í Bretlandi á öldinni Tolkien á toppnum "HRINGADRÓTTINSSAGA" JRR Tolkiens var fyrir skemmstu valin besta bók aldarinnar í viðamiklu vinsældavali í Bretlandi. Alls tóku um 25.000 manns þátt í valinu og átti hver að velja fimm bækur.

100 vinsælustu bækurnar í Bretlandi á öldinni Tolkien á toppnum "HRINGADRÓTTINSSAGA" JRR Tolkiens var fyrir skemmstu valin besta bók aldarinnar í viðamiklu vinsældavali í Bretlandi. Alls tóku um 25.000 manns þátt í valinu og átti hver að velja fimm bækur. Flestar bækurnar eru orðnar sígild skáldverk en þó mátti sjá ljóðabækur, barnabækur, vísindaskáldsögur og matreiðslubækur innan um á listanum yfir 100 vinsælustu bækurnar. Það voru Waterstone-bókaverslanirnar og bókaumfjöllun Stöðvar 4 í Bretlandi sem stóðu að valinu.

Í öðru og þriðja sæti urðu verk George Orwelles; 1984 og Félagi Napóleon. Þá komu Ódysseifur James Joyce, Catch-22 eftir Joseph Heller og Bjargvætturinn í grasinu eftir J.D. Salinger. Af nýlegum bókum má Trainspotting eftir Irvine Welsh sem var í 10. sæti. og Villta svanir eftir Jung Chang í því 11. Á meðal þeirra höfunda sem ekki komust á listann yfir 100 bestu bækurnar má nefna Ernest Hemingway, Doris Lessing, Samuel Beckett og TS Eliot.

Aðeins 13 konur komust á listann, Jung Chang varð þeirra efst en næst komu Alice Parker höfundur Purpuralitarins og Margaret Mitchell, höfundur Á hverfanda hveli.

Skáldsögur voru í meirihluta en af öðrum verkum má nefna Dagbók Önnu Frank í 26. sæti og Sögu tímans eftir Stephen Hawking, í 79. sæti.

BRETAR halda mest upp á Hringadróttinssögu Tolkiens. Næstir honum komu George Orwell, James Joyce og Joseph Heller.