Brúðuleikhús í Norræna húsinu Í DAG, sunnudag kl. 14, verður Eva Ljungar frá Svíþjóð með brúðuleikhús í dagskrá fyrir börn í fundarsal Norræna hússins.

Brúðuleikhús í Norræna húsinu

Í DAG, sunnudag kl. 14, verður Eva Ljungar frá Svíþjóð með brúðuleikhús í dagskrá fyrir börn í fundarsal Norræna hússins.

"Leikritið sem flutt verður heitir Hampus og eggið og hefur Eva Ljungar samið það og gerir hún einnig allar leikbrúðurnar. Eva Ljungar blandar saman íslensku og sænsku í sýningunni og ætti að vera auðvelt fyrir áhorfendur að fylgjast með framvindu sögunnar," segir í kynningu.

"Leikbrúður hennar eru litríkar, margvíslegar að gerð og lögun og á einfaldan hátt skapar hún persónur gjarnan úr efnisbút eða sjölum. Þetta gerir hún fyrir framan börnin þannig að þau taka þátt í söguþræðinum."

Aðgangur að sýningunni er ókeypis.