YNGVI ÞÓR EINARSSON Yngvi Þór Einarsson var fæddur í Reykjavík 11. febrúar

1922. Hann lést á Landspítalanum hinn 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Einarsson frá Kálfshamri í Kálfshamarsvík og kona hans Inga Hansína Pétursdóttir, en þau bjuggu þá í Reykjavík og eru bæði löngu látin.

Hinn 23. desember 1943 kvæntist Yngvi Valgerði Margréti Valgeirsdóttur, f. 8.3. 1922. Hún er dóttir Valgeirs Júlíusar Guðmundssonar frá Seyðisfirði og konu hans Guðlaugar Ólafsdóttur frá Akranesi, sem bæði eru látin. Börn Yngva og Valgerðar eru: 1) Inga Þórs Yngvadóttir, f. 4.2. 1942, d. 23.2. 1986, sjúkraliði, var gift Magnúsi Andréssyni vörubílstjóra og eru börn þeirra fjögur. 2) Hrafnhildur Þórs Yngvadóttir, f. 13.4. 1946, ritari í menntamálaráðuneytinu, gift Sævari Vigfússyni skrifstofustjóra og eiga þau fimm börn. 3) Guðlaug Þórs Yngvadóttir, f. 27.6. 1950, ritari hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, gift Grétari Felixsyni rafeindavirkja og eiga þau þrjú börn. 4) Valgerður Júlía Þórs Yngvadóttir, f. 1.7. 1951, d. 11.9. 1968. 5) Ingunn Ása Þórs Yngvadóttir, f. 14.2. 1956, búsett í Bandaríkjunum, gift Michael Mency og eru börn þeirra fimm. 6) Einar Þór Yngvason, byggingarmeistari, kvæntur Elínu Guðrúnu Jóhannsdóttur og eiga þau tvö börn. Barnabörn Valgerðar og Yngva eru 19 að tölu og barnabarnabörnin 180.

Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju á morgun, mánudaginn 27. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30.