Árný Magnea Hilmarsdóttir Elsku amma mín. Ég fékk alltof stutt að njóta nærveru þinnar. Samt áttum við margar yndislegar stundir saman, því þú varst alltaf tilbúin að passa mig þegar þess þurfti með og þú tókst alltaf svo hlýlega á móti mér með þínu fallega brosi.

Mamma og pabbi munu hjálpa mér að muna alltaf eftir þér því betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér.

Ég bið Guð að styrkja afa, pabba og Öllu frænku í þeirra miklu sorg.

Ég veit að vorið kemur,

og veturinn líður senn.

Kvæðið er um konu,

en hvorki um guð né menn.

Hún minnti á kvæði og kossa

og kvöldin björt og löng

og hvíta, fleyga fugla

og fjaðraþyt og söng.

Og svipur hennar sýndi,

hvað sál hennar var góð.

Það hló af ást og æsku,

hið unga villiblóð.

Ég bý að brosum hennar

og blessa hennar spor.

Því hún var mild og máttug

og minnti á jarðneskt vor.

(Davíð Stefánsson)

Karolína Hilmarsdóttir.