Doktor í lífeðlisfræði Guðmundur Jóhann Arason varði doktorsritgerð (PhD) í lífeðlisfræði hinn 12. desember sl. við Lundúnaháskóla. Ritgerð hans ber heitið "Inter nal defence reactions of Litt orina Littorea".

Doktor í lífeðlisfræði Guðmundur Jóhann Arason varði doktorsritgerð (PhD) í lífeðlisfræði hinn 12. desember sl. við Lundúnaháskóla. Ritgerð hans ber heitið "Inter nal defence reactions of Litt orina Littorea". Guðmundur Jóhann er fæddur á Fagurhólsmýri í Öræfum 18. febrúar 1954. Hann fluttist með foreldrum sínum, Sigríði Guðmundsdóttur og Ara Jónssyni, fyrst að Borgarhöfn árið 1956, og síðan til Reykjavíkur árið 1959. Grunnnám sótti hann í Vogaskóla, gekk síðan í Menntaskólann við Tjörnina, og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1974. Frá Háskóla Íslands lauk hann BS-prófi í líffræði árið 1979. Hann stundaði framhaldsnám í lífeðlisfærði við Bedford college í London árin 1979 til 1984, en hóf þá störf á Rannsóknarstofu í ónæmisfræði við Landspítalann og hefur starfað þar síðan.

Kona Guðmundar er Anna Hólmfríður Yates, blaðamaður, og eiga þau þrjú börn.

Dr. Guðmundur Jóhann Arason.