Menningarhátíð á Austurlandi ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til menningarhátíðar á Austurlandi í samvinnu við sveitarstjórnir í Austurlandskjördæmi sumarið 1989. Hátíðin hefst 19. maí og henni lýkur 20. ágúst.

Menningarhátíð á Austurlandi

ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til menningarhátíðar á Austurlandi í samvinnu við sveitarstjórnir í Austurlandskjördæmi sumarið 1989. Hátíðin hefst 19. maí og henni lýkur 20. ágúst.

11 sveitarfélög tilnefndu aðila í samstarfsnefnd sem hefur tekið þátt í undirbúningnum í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Sérstök hátíðarnefnd hefur séð um undirbúning á hverjum stað.

Menningarhátíðir hafa verið haldnar á vegum menntamálaráðuneytisins á Akureyri 1986, Ísafirði 1987 og á Sauðárkróki 1988, en voru þá eingöngu haldnar í einu sveitarfélagi í kjördæminu.

Tilgangur þessara hátíða erm.a. að varpa ljósi á margs konar menningarstarfsemi í fjórðungnum og vera hvatning til athafna í þeim efnum. Sveitarfélögin munu ennfremur nota þetta tækifæri til að skiptast á menningar dagskrám sem þau hafa undirbúið sérstaklega fyrir hátíðina.

Menningarstofnanir íReykjavík koma með atriði: Þjóðleikhúsið mun sýna Bílaverkstæði Badda eftir Ólaf Hauk Símonarson og Listasafn Íslands verður með sýningar á verkum austfirskra listamanna í eigu safnsins. Þessar sýningar verða á Djúpavogi, Höfn í Hornafirði, á Egilsstöðum, en sýningin þar verður viðamesta sýning listasafnsins utan Reykjavíkur til þessa, og í Neskaupsstað, en um þær mundir eru 60 ár liðin síðan bærinn fékk kaupstaðarréttindi.

(Úr fréttatilkynningu)