Sumaráætlun Flugleiða í innanlandsflugi tekur gildi Flugleiðir tóku upp nýtt fargjaldakerfi í innanlandsfluginu samhliða sumaráætlun sinni 15. maí. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum segir að þessar nýjungar miði að því að einfalda mjög fargjaldakerfið.

Sumaráætlun Flugleiða í innanlandsflugi tekur gildi Flugleiðir tóku upp nýtt fargjaldakerfi í innanlandsfluginu samhliða sumaráætlun sinni 15. maí. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum segir að þessar nýjungar miði að því að einfalda mjög fargjaldakerfið. Þeim sem borga full fargjöld sé boðin meiri forgangur en áður, en hinum ríflegri afsláttur.

Ferðir í sumaráætluninni verða merktur í þremur litum og merkir hver litur ákveðinn verðflokk. Blár merkir að viðkomandi ferð verður einungis seld á fullu verði. Ferðir merktar með grænum lit eru ætlaðar fólki sem ferðast með 20 prósent afslætti eða fjölskyldufargjaldi . Ferðir merktar með rauðum lit eru aftur ætlaðar fólki sem ferðast á 40 prósent afslætti eða fjöl skyldufargjaldi. Unglingar og aldraðir geta notið 40 prósent afsláttar í öllum ferðum, en þeir miðar eru ekki bókunarhæfir.

Að sögn talsmanna Flugleiða, nota Íslendingar innanlandsflugið afar mikið og óvíða í heiminum meira. Árið 1988 fluttu til dæmis Flugleiðir 260.000 farþega til ákvörðunarstaða í innanlandsflugi. Miðað við höfðatölu er það einungis Aeroflot hið sovéska sem flytur fleiri landsmenn á vélum sínum. Ferðatíðni verður aukin til minni staða í sumar með þeim hætti að lent verður á fleiri stöðum í einu og sama fluginu. Ákvörðun um þetta var tekin eftir athugun sem gerð var í vetur meðal viðskiptavina Flugleiða. Meiri hluti reyndist vilja meiri ferðatíðni og þá með auknum millilendingum Fokkervéla ístað fleiri ferða minni véla. Þeir staðir sem fá nú meiri ferðatíðni eru Húsavík, Sauðárkrókur og Patreksfjörður, en fyrirkomulagið hefur verið reynt á flugleiðum til Sauðárkróks og Húsavíkur síðan í febrúar og gefið góða raun.

Í sumar bjóða Flugleiðir til sölu 160.000 sæti í innanlandsflugi og er reiknað með 105.000 farþegum og verður flogið í 3.400 klukkustundir. Í sumaráætlun eru um 1800 brottfarir frá Reykjavík.