Hálf milljón króna í styrki frá Hagþenki HAGÞENKIR - félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutar á þessu vori starfsstyrkj um í þriðja sinn. Sótt var um 1270 þúsund krónur en til úthlutunar voru 500 þúsund krónur.

Hálf milljón króna í styrki frá Hagþenki

HAGÞENKIR - félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutar á þessu vori starfsstyrkj um í þriðja sinn. Sótt var um 1270 þúsund krónur en til úthlutunar voru 500 þúsund krónur. Orðið var við 9 umsóknum en þær voru 13 talsins.

75 þúsund krónur fengu þau Bryndís Gunnarsdóttir til að gera myndband um börn í sveit um síðustu aldamót ætlað til safnakennslu, Gestur Guðmundsson vegna ritverksins "Verkmenntun Íslendinga", Ragnar Baldursson tilað vinna að verkinu "Speki Konfúsíusar" og Þorleifur Friðriksson tilað kosta þýðingu á dönsku á riti um íslenska sósíaldemókrata.

50 þúsund krónur fengu þeir Jón Þorvarðarson til að semja stærð fræðibók fyrir stúdentsefni á málaog félagsfræðibrautum framhaldsskóla, Jón Þ. Þór vegna ritsins "Breskir togarar og Íslandsmið 1917-1976" og Sigurður Hjartarson til að búa til prentunar handrit Halldórs Jakobssonar (1735-1810) "Conquetten af Mexico".

25 þúsund krónur fengu þeir Ingimar Jónsson til að vinna að hugtakasafni íþróttafræða og Sigurður Pálsson til að ljúka ritgerðum þroskaferil trúarlegrar hugsunar.

Úthlutunarnefnd skipuðu þau Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Hrefna Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Benediktsson.

(Fréttatilkynning)