Veiðimenn fögnuðu afmæli Stangaveiðimenn fjölmenntu á 50 ára afmæliStangaveiðifélags Reykjavíkur á Hótel Sögu í gær. Þar gæddu þeir sér m.a. á 500 manna tertu, sem var eins og fáni félagsins.

Veiðimenn fögnuðu afmæli Stangaveiðimenn fjölmenntu á 50 ára afmæliStangaveiðifélags Reykjavíkur á Hótel Sögu í gær. Þar gæddu þeir sér m.a. á 500 manna tertu, sem var eins og fáni félagsins. Væntanlega hefur umræðuefnið verið komandi veiðisumar, en fyrstu laxana má veiða í næstu viku. Félagar í SVFR eru á þriðja þúsund en stofnendur fyrir 50 árum voru 43. Tveir eru eftirlifandi og var annar þeirra viðstaddur afmælisfundinn í gær, Valur Gíslason leikari, en hann er handhafi félagsskírteinis nr. 1.

Morgunblaðið/Þorkell