Fundur Arababandalagsins: Egyptar taka þátt í fyrsta sinn frá 1979 Nikosíu, Rabat. Reuter.

Fundur Arababandalagsins: Egyptar taka þátt í fyrsta sinn frá 1979 Nikosíu, Rabat. Reuter.

HASSAN Marokkókonungur bauð á þriðjudag Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, að taka þátt í skyndifundi Arababandalagsins sem haldinn verður í Casablanca í Marokkó 23. maí. Er þetta í fyrsta sinn sem Egyptum er boðin þátttaka í fundum bandalagsins frá því á árinu 1979, er Egyptar undirrituðu friðarsamning við Ísraela. Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi hefur hafið herferð gegn fundinum og líbýska fréttastofan JANA skýrði frá því að hann hefðisannfært Sýrlendinga og Kúvætmenn um að ekki hefði verið þörf á að boða til fundarins.

JANA greindi frá því að Gaddafi hefði hringt í leiðtoga Sýrlands, Kúvæts, Alsírs og Túnis til að sannfæra þá um að fundurinn væri ekki nauðsynlegur. Utanríkisráðherra Sýrlands hafði skýrt frá því að Sýrlendingar tækju þátt í fundinum, en Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, sagði Gaddafi að Sýrlendingar væru sammála Líbýumönnum um að ekki hefði þurft að boða til fundarins, að sögn fréttastofunnar. Jaber al Ahmed, leiðtogi Kúvæts, sagði við Gaddafi að Kúvætmenn væru ekki sannfærðir um að ástæða væri til þess að efna til sérstaks fundar leiðtoga Arababandalagsins og að þeir vissu ekki hvaða mál yrðu rædd á fundinum í Casablanca.

Samskipti Egypta og annarra arabaríkja hafa verið slæm síðan Egyptar sömdu um frið við Ísraela árið 1979. Yasser Arafat, leiðtogi Frelissamtaka Palestínumanna, PLO, hvatti Hassan Marokkókon ung til þess að boða til fundarins en að sögn stjórnarerindreka óttast Arafat nú að ekki verði af fundinum.

Reuter