Bankar Um 600 manns með Spariábót Útvegsbankans UM 600 manns hafa gert samning við Útvegsbankann um reglulegan sparnað með svonefndri Spariábót sem bankinn tók upp í byrjun ársins.

Bankar Um 600 manns með Spariábót Útvegsbankans

UM 600 manns hafa gert samning við Útvegsbankann um reglulegan sparnað með svonefndri Spariábót sem bankinn tók upp í byrjun ársins. Að meðaltali er mánaðarlegur sparnaður um 9000 krónur en lágmarksfjárhæð er 5000 krónur.

Að sögn Mörthu Eiríksdóttir, markaðstjóra Útvegsbankans, hefur fólk á öllum aldri valið Spariá bótina og er það gjarnan að safna fyrir einhverju ákveðnu t.d. ferðalagi, húsgögnum eða bifreið. Martha segir að auk þess sé þessi leið nokkuð vinsæl meðal eldra fólks sem leggi mánaðarlega inn á Spar iábótina hluta af þeim lífeyri sem það fái greiddan frá lífeyrissjóðunum.

Útvegsbankinn býður upp á þrjár leiðir við sparnaðinn. Unnt er að láta millifæra mánaðarlega af tékkareikningi, fá sendan heim gíróseðil sem greiða má í næsta banka eða láta skuldfæra innleggið á Eurocard greiðslukort. Sá sem stofnar spariábót fær strax greidda vexti samkvæmt 3. stigi ístað 1. stigs eins og gildir um venjulegan Ábótarreikning. Ef sparnaðarsamkomulag hefur verið í gildi í 6 mánuði, 1. júlí og 1. janúar ár hvert, hækka vextir upp á 4. stig. Miðað við verðtryggð kjör er raunávöxtun 4,5% á 3. þrepi og 5% á fjórða þrepi.