Fiskeldi ISNO gengur í Félag fiskvinnslustöðva FISKELDISFYRITÆKIÐ ISNO hefur orðið fyrst slíkra fryrtækja tilað ganga formlega í Félag fiskvinnslustöðva, sem fram til þessa hafa fyrst og fremst verið samtök frystihúsanna í landinu.

Fiskeldi ISNO gengur í Félag fiskvinnslustöðva

FISKELDISFYRITÆKIÐ ISNO hefur orðið fyrst slíkra fryrtækja tilað ganga formlega í Félag fiskvinnslustöðva, sem fram til þessa hafa fyrst og fremst verið samtök frystihúsanna í landinu. Forsvarsmenn ISNO segja ástæðurnar fyrir þessar ákvörðun fyrst og fremst að fyrirtækið sé með starfsemi svo dreifða um landið að eðlilegt hafi þótt að vera innan slíkra heildarsamtaka auk þess sem starfsemin sé ekki ólík því og gerist hjá fiskvinnslustöðvunum.

Páll Gústafsson hjá ISNO sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði upphaflega gengið í Vinnuveitendasamband Vestmannaeyja, en þar sem fyrirtækið væri með starfsemi víðar á landinu hefði þótt ráðlegt að vera innan einhverra heildarsamtaka sem væru innan Vinnuveitendasambands Íslands. Félag fiskvinnslustöðva hefði þar orðið fyrir valinu enda starfsemi ISNO ekki ósvipuð því sem gerðist hjá öðrum aðildarfyrirtækjum Félags fiskvinnslustöðva - slátrun og frágangur á fiski í pakninga.

Verð á eldislaxi er fremur lágt um þessar mundir að sögn Páls, en framleiðsla ISNO fer nær eingöngu til Bandaríkjanna. ISNO gerir ráðfyrir að framleiða alls um 450 tonnaf eldislaxi á þessu ári.