Fyrirtæki Rekstur JL­Völundar leigður út FORRÁÐAMENN byggingavöruverslunarinnar JL­Völund ar hafa ákveðið að selja og leigja rekstur fyrirtækisins. Jafnframt verður gengið frá uppgjöri við lánardrottna.

Fyrirtæki Rekstur JL­Völundar leigður út

FORRÁÐAMENN byggingavöruverslunarinnar JL­Völund ar hafa ákveðið að selja og leigja rekstur fyrirtækisins. Jafnframt verður gengið frá uppgjöri við lánardrottna. Ákveðið hefur verið að verslunin við Hringbraut verði leigð út en verslunin við Stórhöfða hefur þegar verið lögð niður.

Þorsteinn Guðnason, framkvæmdastjóri JL­Völundar, segirað þeir fimm aðilar sem taki reksturinn á leigu þekki vel til fyrirtækisins. Einn þeirra sé fyrrverandi starfmaður en fjórir birgjar.

Varðandi aðrar eignir JL­Völ undar, sem eru Naustið og tilheyrandi lóðir, segir Þorsteinn að JL­ Völundur hafi keypt þær á sínumtíma með það fyrir augum að endurskipuleggja fjárhag fyrirtækisins. Seljandi hafi hins vegar ekki staðið við heit sín um flutning veðs af eigninni fyrir 1. nóvember 1988 og sé ekki búinn að því ennþá. Það hafi valdið ómældum erfiðleikum en þess verði nú krafist að hann efni þann samning.

JL­Völundur keypti á sínumtíma Naustið og tilheyrandi lóðir af Svavari Egilssyni, núverandi eiganda Íslenska myndversins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins lánaði hann Stöð 2 veð í þessum eignum að fjárhæð 60 milljónir sem ekki hefur enn tekist að fá aflétt.