Hugbúnaður Computer Associates opnar útibú á Íslandi Stærsta óháða hugbúnaðarhús heims og sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir megintölvur BANDARÍSKA hugbúnaðarfyrirtækið Computer Associates mun á næstunni opna útibú hér á Íslandi og hefur Kjartan Njálsson...

Hugbúnaður Computer Associates opnar útibú á Íslandi Stærsta óháða hugbúnaðarhús heims og sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir megintölvur

BANDARÍSKA hugbúnaðarfyrirtækið Computer Associates mun á næstunni opna útibú hér á Íslandi og hefur Kjartan Njálsson verið ráðinn til að veita því forstöðu. Kjartan hefur dvalist í Danmörku um fimm ára skeið og starfað nú síðasta hjá Nixdorf í Danmörku en útibú Computer Associates hérlendis mun heyra undir söluskrifstofu CA í Danmörku. Computer Associates hefur einkum sérhæft sig í hugbúnaði fyrir megintölvur, einkum frá IBM, og er nú talið stærsta óháða hugbúnaðarhúsið í heiminum, næst á undan Lotus og Microsoft sem einkum framleiða hugbúnað fyrir einmenningstölvur.

Að sögn þeirra Thomas Jensen og Ole Meyer, framkvæmdastjóra CA í Danmörku hefur fyrirtækið átt viðskipti hér á landi í allmörg ár, þvíað meðal viðskiptaaðila þess hér eru Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar, Reiknistofa bankana, Flugleiðir, Sambandið og Samvinnutryggingar. Thomas Jensen sagði í samtali við Morgunblaðið að þessir viðskiptavinir væru það umsvifamiklir hér á markaðinum að þeir krefðust umtalsverðrar þjónustu og þessvegna hefði verið talið hagkvæmast að fá heimamann til að veita forstöðu útibúi hér á landi til að annast þessa þjónustu jafnframt því að vinna því nýja markaði. Helsti keppinautur CA um markaðinn hér á megintölvusvið inu verður því IBM á Íslandi en Jensen telur ýmsa möguleika fólgna hér fyrir minnstu megintölvuna 9370 og að undanförnu hefðu ýmis fyrirtæki, svo sem fjármálaráðuneytið, Visa, Sparisjóðirnir og Útvegsbankinn einmitt verið að taka í notkun slíkar tölvur.

Computer Associates er stofnað árið 1976 og voru starfsmenn upphaflega fjórir en eru nú 6,700. Fyrirtækið er með alls um 100 skrifstofur í 22 löndum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt, einkum með samruna og yfirtökum á áþekkum fyrirtækjum, en CA hefur á undanförnum árum keypt alls um 18 önnur fyrirtæki á þessu sviði í Bandaríkjunum. CA er nú með 5 útibú á Norðurlöndunum, þ.e. eitt í Danmörku, annað í Noregi og einnig í Finnlandi auk 2ja skrifstofa í Svíþjóð. Útibúið á Íslandi er þannig sjötta skrifstofa fyrirtækisins á á Norðurlöndum og starfa alls um 140 manns hjá CA í þessum heimshluta. Heildartekjur CA á sl. ári voru 709 milljónir dollara og talið víst að fyrirtækið fari yfir milljarð dollara markið á yfirstandandi ári.

CA byggir starfsemi sína á framleiðslu á alls kyns notendakerfum á fjármálsviði með margvíslegum grafískum möguleikum, gagnagrunnum og ýmsu fleiru í þeim dúr. Fyrir millitölvur hefur fyrirtækið einnig framleitt margvíslegan bók haldshugbúnað, og á einmenningst ölvusviðinu hefur CA einnig getið sér orð fyrir Super-hugbúnaðinn sem svo er kallaður, t.d. töflureikninn SuperC alc sem þeir Jensen og Meyer segja að sé með um 40% af danska töflu reiknismarkaðinum, og einnig Su perproject, sem er verkefnastjórnun arforrit. CA er nú að leita að söluog dreifingaraðilum fyrir þenna ein menningshugbúnað hér á landi.

Á hinn bóginn hafa CA og Frum undirritað viljayfirlýsingu um að síðarnefnda fyrirtækið muni annast sölu og þjónustu hérlendis fyrir þann hugbúnað CA sem ætlaður er milli tölvumarkaðinum, en útibú CA á Íslandi verður í húsakynnum Frum hf.