Tölvur Metaðsókn að ráðstefnu DECUS í Hveragerði HAGSMUNASAMTÖK Digital tölvueigenda á Íslandi, (DECUS ICEN UG), héldu árlega ráðstefnu samtakanna á Hótel Örk í Hveragerði fyrir skömmu.

Tölvur Metaðsókn að ráðstefnu DECUS í Hveragerði

HAGSMUNASAMTÖK Digital tölvueigenda á Íslandi, (DECUS ICEN UG), héldu árlega ráðstefnu samtakanna á Hótel Örk í Hveragerði fyrir skömmu. Þar komu saman yfir eitthundrað manns til að ræða áhugamál sín og bera saman bækur sínar. Allir eiga þeirsameiginlegt að nota í daglegum störfum sínum tölvukerfi frá Digital Equipment Corporation (DEC). Á ráðstefnunni voru fluttir 30 fyrirlestrar m.a. um notendaumhverfi framtíðarinnar, öryggismál, EDI samskipti og tengingar einmenningstölva og Macintosh við fjölnotendakerfi.

Um langt skeið hefur verið starfandi félagsskapur erlendis sem kallar sig DECUS. Hér er um að ræða stærstu samtöku tölvunotenda í veröldinni sem telja um 112 þúsund notendur víðs vegar um heiminn. Markmið samtakanna er að safna og dreifa upplýsingum um notkun tölvanna, gefa út fréttabréf og standa fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum. Þá reka samtökin stóran hug búnaðarbanka sem félagsmenn hafa aðgang að. Eitt af markmiðum samtakanna er að hafa áhrif á stefnumörkun og þróun vél- og hugbúnaðar frá DEC og koma sjónarmiðum notenda á framfæri. DECUS er rekið án gróðasjónarmiða og félagsmenn greiða engin félagsgjöld.

Fyrst íslenska DECUS-ráðstefnan var haldin í maí 1985 og á hverju ári síðan. Þá hafa svokallaðir SIGhópar (special interest group) verið stofnaðir um sérleg áhugamál innan félagsins. VAX-SIG var formlega stofnaður í janúar 1985, en hafði starfað óformlega frá 1981. PC-SIG var stofnaður 1984 og NET- SIG haustið 1986.

Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

DECUS - Svipmynd frá fundi hagsmunasamtaka Digital tölvunotenda á Íslandi sem haldin var fyrir skömmu á Hótel Örk.