Guðmundur Jóhannsson Ef ég væri spurður hvað væriþað versta sem ég hefði reynt um dagana, væri svarið einfalt: Eftirköst áfengisdrykkju. Þetta sá og þekkti vel Guðmundur Jóhannsson sem nú er fallinn frá. Hann vareinn af stofnendum AA-samtak anna og einn af stjórnarformönnum vistheimilisins í Víðinesi. Hin síðustu lífsár lagði hann sig mjög fram við að aðstoða þá ógæfusömu einstaklinga sem áfengið hefur náð yfirtökum á. Oftlega er þessi aðstoð vanmetin af ýmsu fólki. Eins vill mönnum oft gleymast, er lífa við góð skilyrði, að þeir hafi á sínumtíma notið hjálpar. Verður mér þá hugsað til Guðmundar. Hann var mannkostamaður og einstaklega jákvæður, hreinn og beinn í öllum samskiptum. Yfirborðsmennska varekki til í hans fari. Öll hans framkoma einkenndist af hógvært, án þess að hann væri hátíðlegur, heldur var hann jafnaðarlega léttur í viðmóti.

Ástvinum hans öllum votta ég einlæga hluttekningu. Guð blessi minningu Guðmundar Jóhannssonar.

Þorgeir Kr. Magnússon