Guðmundur Jóhannsson Nú er Guðmundur Jóhannsson horfinn af sjónarsviði okkar. Guðmundur er fæddur Reykvíkingur. Foreldrar hans voru Jóhann Þórðarson og Sigríður Guðmundsdóttir. Þau hófu búskap í Reykjavík 1903. Guðmundur missti móður sína 11 ára gamall.

Árið 1928 hóf hann nám í blikksmíði og lauk prófi 1931. Meistararéttindi hlaut hann í þeirri grein 1944. Hann starfaði hjá Nýju blikksmiðjunni 1928-1947. Þar var hann verkstjóri sex ár. Hann var formaður í félagi blikksmiða 1937-1944. Hann fór að starfa árið 1947 sem verkstjóri hjá vélsmiðjunni Héðni og vann þar til 1954. Hann skipaði sæti í fulltrúaráði verkalýðsfélaga í Reykjavík 1935-1944.

Það var ekkert launungarmál, að Guðmundur háði harða baráttu við Bakkus um nokkurt skeið. Hann gekk ungur að árum í stúkuna Víking og hann þakkar félögum sínum fyrir góðan stuðning, er hannhafði brotið af sér. Og Guðmundi tókst að lokum að verða gallharður blindindismaður.

Það má með sanni segja, að Guðmundur stæði á krossgötum, er hann átti þátt í stofnun AAsamtakanna 1954 og Bláa bandsins 1955 ásamt fleiri góðum mönnum. Aðalstarfið í samtökunum hvíldi á herðum hans og Jónasar Guðmundssonar fyrrv. alþingismanns og skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneyti. Tilgangur samtakanna var að hjálpa drykkjusjúku fólki til heilbrigðs lífs. Guðmundur var framkvæmdastjóri og komið var á fót hjálparstöð, sem starfaði undir þeirri merkjum fram til 1963. Þá var sú breyting gerð á áfengislögunum, að starfsemi Bláa bandsins var flutt í hendur ríkisvaldsins og sett undir stjórn Kleppsspítala. Guðmundur var ráðinn félagsmálafulltrúi og vann þar gott starf. Undir forustu Jónasar og Guðmunds stofnuðu AA-félagar dvalarheimili fyrir drykkjusjúka að Víðinesi á Kjalarnesi. Er að sjálfseignarstofnun, sem Guðmundur helgaði alla krafta sína meðan heilsan leyfði. Það standa margir í þakkarskuld við Guðmund fyrir hið óeigingjarna starf sem hann innti af höndum í sambandi við vistfólk á Víðinesi og einnig austur í Gunnarsholti.

Guðmundur var sæmdur fálkaorðunni árið 1979 fyrir störf sín. Vandfyllt er skarð hans, en hann átti gott með að setja sig í spor þeirra, sem urðu liðsmenn Bakkusar. Það var ógæfusamur þáttur al þingismanna að samþykkja sölu á áfengum bjór. Óhjákvæmilega hlýtur drykkjuskapur ungra og aldinna að fara vaxandi. Það er ömurlegt að líta á fólk á besta aldri, sem orðið hefur örkumla af völdum öl óðra unglinga, sem virðast líta á bifreið sem leikfang og hlýða engum umferðarreglum. Við þurfum að eignast marga jafningja Guðmunds til að hjálpa þeim sem ánetjast áfenginu.

Guðmundi var tónlistin í blóð borin. Hann hafði píanó á heimili sínu og síðar orgel. Hann var einnaf stofnendum Karlakórs iðnaðarmanna og stjórnaði kórnum um skeið. Hann samdi nokkur lög. Dægurlagið "Minning" nýtur enn mikilla vinsælda. Guðmundur var oft kvaddur til að leika við helgiathafnir látinna félaga sinna.

Eftirlifandi eiginkona Guðmunds er Gíslína Þórðardóttir. Það segir sig sjálft, að oft var ónæðissamt hjá henni sökum starfs eiginmannsins. Samt lagði hún stundum á sig vökur á hæli Bláa bandsins. Nú síðustu ár hefur hún átt við veikindi að stríða.

Kynni okkar Guðmunds hófust snemma á 6. tug aldarinnar. Varð ég spilafélagi hans ásamt Einingarog Víkingsfélögum. Það hafa orðið mikil mannaskipti í spilasveitinni á þessum langa tíma og hefur dauðinn höggvið skörð. Venjan var að spila brids vikulega vetrarmánuðina. Lengst hafa orðið mér samferða að síðustu þrír Víkingsfélag ar, Kristján Guðmundsson, Sigurður Kári Jóhannsson og Jón Erlendsson. Við spilafélagarnir leyfðum okkur að kalla eiginkonu Guðmunds Lóu, en það nafn heyrðist alltaf á heimilinu. Það var alltaf eins og að koma í veislu að setjast við kaffiborð hjá Lóu. Henni er rausnarskapur í blóð borinn og stöndumvið í þakkarskuld.

Börn Guðmunds og Lóu eru fjögur. Þau eru hér talin upp í aldursröð. Sigríður, húsfreyja í Vestmannaeyjum og starfar hjá skrifstofum bæjarfógeta. Borgþór, vélvirki að mennt. Hann dó í desember 1976 og lætur eftir sig eiginkonu og fjóra syni. Jóhann, öldrunarlæknir í Umeå, Svíþjóð. Svava, sálfræðingur og vinnur hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar. Alls eru barnabörnin 11 að tölu.

Við spilafélagarnir viljum þakka fyrir vináttu Lóu um margra árabil og vottum henni, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum samúð okkar, er Guðmundur er til moldar borinn.

Að lokum vitnar greinarhöfundur í kvæði eftir Davíð Stefánsson, sem nefnist "Við leitum".

Við leitum, leitum, en finnum fátt,

sem fögnuð veitir,

bölinu breytir

og boðar sátt.

En hvar, sem göfugum gáfum beitir

til góðs fyrir stórt og smátt,

treystir annarra mátt og megin

og mest sinn eiginn,

örvar og hugsar hátt,

gengur á undan, varðar veginn

og vísar, í rétta átt.

Ólafur F. Hjartar.