"Lífsbjörg í Norðurhöfum" kemur til Washington Washington. Frá Ívari Guðmundssyni fréttaritara Morgunblaðsins. KVIKMYND Magnúsar Guðmundssonar, "Lífsbjörg í Norðurhöfum", var sýnd í Blaðamannaklúbbnum í Washington á fimmtudag.

"Lífsbjörg í Norðurhöfum" kemur til Washington Washington. Frá Ívari Guðmundssyni fréttaritara Morgunblaðsins.

KVIKMYND Magnúsar Guðmundssonar, "Lífsbjörg í Norðurhöfum", var sýnd í Blaðamannaklúbbnum í Washington á fimmtudag. Höfundur myndarinnar var viðstaddur og svaraði fyrirspurnum, sem aðallega var beint að honum frá fulltrúum Grænfriðunga. Þeir reyndu að gera lítið úr sannleiksgildi myndarinnar. Magnús svaraði harðskeyttum fyrirspurnum þeirra vel og einarðlega og gaf sig hvergi.

Magnús vonast til að honum takist að koma myndinni á framfæri í Bandaríkjunum, en fyrirsjáanlegt er, að Grænfriðungar munu berjast um á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir að myndin komi fyrir almenningssjónir í Bandaríkjunum.

Það er tímaritið 21st Century Science and Technology, sem stendur að komu Magnúsar til Bandaríkjanna og sem gekkst fyrir blaðamannafundinum.