Hjúkrunarkonur samþykktu FÉLAGAR í Hjúkrunarfélagi Íslands hafa samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu kjarasamning þann sem gerður var við ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og St. Jósefsspítala, Landakoti og gildir til janúarloka á næsta ári.

Hjúkrunarkonur samþykktu

FÉLAGAR í Hjúkrunarfélagi Íslands hafa samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu kjarasamning þann sem gerður var við ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og St. Jósefsspítala, Landakoti og gildir til janúarloka á næsta ári.

Á landinu öllu voru samtals 1.490 hjúkrunarfræðingar og samtals 1.148 greiddu atkvæði eða 77,05%. Já sögðu 690 eða 60,10%, nei sögðu 490 eða 35,59% og auðir seðlar og ógildir voru 38 eða 3,31%.