Páfi í stólræðunni: Hvatti til virðingar fyrir ófæddum Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá séra Jakob Rolland, kanzlara kaþólsku kirkjunnar: "Morgunblaðið birti á þriðjudaginn stólræðu Jóhannesar Páls II páfa í úti messunni á sunnudagsmorgun.

Páfi í stólræðunni: Hvatti til virðingar fyrir ófæddum Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá séra Jakob Rolland, kanzlara kaþólsku kirkjunnar: "Morgunblaðið birti á þriðjudaginn stólræðu Jóhannesar Páls II páfa í úti messunni á sunnudagsmorgun. Þar hefur á einum stað fallið úr atriði, sem páfi hafði skotið inn í ræðuna og ekki var að finna íþeirri íslensku útgáfu, sem dreift var við messuna. Þessi ræðuhluti var helgaður mannréttindum og þar sagði páfi m.a. orðin, sem féllu niður, en sett hér með feitu letri:

"Á sviði mannlegra samskipta ber oss að byggja upp heim réttlætis, friðar og kærleika, þar sem líf hverrar mannveru, einnig hinna ófæddu, er verndað og verðleiki allra er metinn jafnt, án nokkurrar mismunar. Til þess þurfum vér að sjá ásjónu Guðs í hverju mannsandliti og þó einkum í tárum og Þjáningum þeirra, sem eru ástarþurfi eða beittir ranglæti.""