Safnaðarfélag stofnað í Grafarvogssókn SAFNAÐARFÉLAG var stofnað í nýrri Grafarvogssókn á mánudagskvöld. Fjögur til 5 þúsund manns eru í söfnuðinum í Grafarvogi, að sögn Ágústs Ísfelds Sigurðssonar, formanns safnaðarstjórnar.

Safnaðarfélag stofnað í Grafarvogssókn

SAFNAÐARFÉLAG var stofnað í nýrri Grafarvogssókn á mánudagskvöld. Fjögur til 5 þúsund manns eru í söfnuðinum í Grafarvogi, að sögn Ágústs Ísfelds Sigurðssonar, formanns safnaðarstjórnar. Ágúst Ísfeld sagði í samtali við Morgunblaðið að íbúar í Grafarvogi hefðu tilheyrt Árbæjarsókn og íbúar í sókninni hefðu verið orðnir 12 þúsund talsins. Hann sagði að séra Guðmundur Þorsteinsson, sóknarprestur í Árbæjarprestakalli, yrði prestur Grafarvogsbúa fyrstum sinn.

Ágúst Ísfeld sagði að óvíst væri hvenær prestskosningar færu framí Grafarvogi. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða hver teiknaði kirkju Grafarvogsbúa, eða hvar hún yrði byggð. "Hins vegar er mikill áhugi fyrir því að kirkjan verði nálægt kirkjugörðunum og að út fararkapella tilheyri henni," sagði Ágúst Ísfeld. Hann sagði að prestur Grafarvogsbúa hefði væntanlega bráðabirgðaaðstöðu í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Foldaskóla.

Ritari safnaðarstjórnar Grafarvogssóknar er Kolbrún Ingólfsdóttir en gjaldkeri stjórnarinnar er Ívar Björnsson. Safnaðarfulltrúi er Valgerður Gísladóttir og í stjórn kirkjugarða er Hanna Baldvinsdóttir.

Morgunblaðið/Einar Falur

Frá stofnun safnaðarfélags Grafarvogssóknar í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Foldaskóla á mánudagskvöld. Talið frá vinstri: Kolbrún Ingólfsdóttir, sem kosin var ritari safnaðarstjórnar, séra Ólafur Skúlason og séra Guðmundur Þorsteinsson.