Sjúkrahússlæknar semja LAUSRÁÐNIR sjúkrahúss læknar samþykktu einróma nýgerðan kjarasamning við ríki og borg á mánudagskvöld, að sögn Sverris Bergmanns formanns samninganefndar Læknafélags Íslands. Samningurinn kveður meðalannars á um 3,1% hækkun 1. júní...

Sjúkrahússlæknar semja

LAUSRÁÐNIR sjúkrahúss læknar samþykktu einróma nýgerðan kjarasamning við ríki og borg á mánudagskvöld, að sögn Sverris Bergmanns formanns samninganefndar Læknafélags Íslands.

Samningurinn kveður meðalannars á um 3,1% hækkun 1. júní 1989, 2% hækkun 1. júlí '89 og 1,5% hækkun 1. september '89, 1. nóvember '89, 1. janúar 1990 og 1. maí '90 en samningurinn gildir út þann mánuð. Orlofsuppbót í júní 1989 er 6.500 krónur og desemberuppbót '89 er 30% af ákveðnum launaflokki BHMR, að sögn Sverris Bergmanns.