Afhjúpaður eftir 18 ár Daily Telegraph. Fyrir átján árum myrti John List, efnaður gjaldkeri í New Jersey-ríki í Bandaríkjunum móður sína og alla fjölskyldu og fór þar næst í felur eftir að hafa skilið eftir sig bréf þarsem hann játaði á sig glæpinn.

Afhjúpaður eftir 18 ár Daily Telegraph. Fyrir átján árum myrti John List, efnaður gjaldkeri í New Jersey-ríki í Bandaríkjunum móður sína og alla fjölskyldu og fór þar næst í felur eftir að hafa skilið eftir sig bréf þarsem hann játaði á sig glæpinn. Nýlega var sýnd í sjónvarpsþætti mynd sem listamaður hafði búið til með aðstoð tölvuog gamalla ljósmynda. Skyldi hún sýna hvernig List liti að líkindum út núna. Eiginkonu gjaldkera frá Richmond í Virginíu-ríki, er nefndi sig Robert Clark, fannst maður sinn ótrúlega líkur myndinni og skýrði lögreglu frá þessu. Fingraför hafa nú sannað að Clark og List eru einn og sami maðurinn og List verður dreginn fyrir rétt. Að ofan sjást gömul ljósmynd af List (t.v.) og myndlistamannsins.

Breski Verkamannaflokkurinn:

Spáð sigri í

EB-kosningum

London. Reuter.

Verkamannaflokkurinn breski fær, samkvæmt nýrri Gallupskoðanakönnun, mun meira fylgi en Íhaldsflokkurinn í kosningum til Evrópuþingsins sem verða 15. júní. Fylgi við flokkinn hefur ekki mælst meira í könnunum síðan 1981 og reyndist að þessu sinni 43,6 % en íhaldsmenn fengu 36,5% og Frjálslyndir demókratar um átta af hundraði. Græningjar skutust í fyrsta sinn upp fyrir Jafnaðarmannaflokk Davids Owens og fengu 5,5%.

Sovétríkin-Banda ríkin:

Ein með öllu

í Moskvu

New York. Reuter.

Sovétmenn hafa gert samning við fyritækið Nathans Famous í New York sem hyggst bjóða Moskvubúum pylsu með öllu, þ. á m. súrkáli, næstkomandi haust. Fyrirtækið hóf að selja New York-búum pylsur á Coney-eyju árið 1916 en eyjan var þá orðin vinsælt athvarf borgarbúa í sumarhitunum. Pylsubúð Nathans Famous verður til húsa í Gúm, risastóru verslunarhúsi við Rauða torgið. Á síðasta ári byrjaði bandarískur kaupsýslumaður að selja Moskvubúum flatbökur, öðru nafni pizzur.

Nicaragua:

Senda Noriega vopn

Washington. Reuter.

Bandaríska stórblaðið Washington Post hefur eftir stjórnarerindrekum Nicaraguastjórnar í Panama og bandarískum sendimönnum að Nicaragua hafa sent marga flug vélafarma af vopnum til Panama. Er talið að þau séu ætluð sérstakri hersveit sem Noriega hershöfðingi, helsti valdamaður Panama, kom á fót síðastliðið ár til að verjast mögulegri hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna.