Iðunn kaupir Lögberg BÓKAFORLAGIÐ Iðunn hefur keypt Bókaforlagið Lögberg. Lögberg verður rekið áfram á sama hátt og verið hefur.

Iðunn kaupir Lögberg

BÓKAFORLAGIÐ Iðunn hefur keypt Bókaforlagið Lögberg. Lögberg verður rekið áfram á sama hátt og verið hefur.

Nú er unnið að frekari útgáfu handrita í samvinnu við Árnastofnun og listaverkabóka sem gefnar eru út í samvinnu við Listasafn ASÍ. Lögberg og Árrnastofnun vinna að útgáfu Stjórnar og Konungsbókar Eddukvæða og hjá Lögbergi og Listasafni ASÍ er væntanleg bók um Hring Jóhannesson listmálara. Fleiri listaverkabækur eru í undirbúningi auk annarra bóka. Sverrir Kristinsson hefur áfram yfirumsjón með útgáfu Lögbergs.