Þorsteinn vill Davíð á þing: "Engin krossferð í gangi með það að koma mér á þing" - segir Davíð Oddsson, borgarstjóri ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja það eðlilegt og að hann sé þess mjög hvetjandi að Davíð Oddsson...

Þorsteinn vill Davíð á þing: "Engin krossferð í gangi með það að koma mér á þing" - segir Davíð Oddsson, borgarstjóri

ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja það eðlilegt og að hann sé þess mjög hvetjandi að Davíð Oddsson, borgarstjóri, komi til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Þettakemur fram í viðtali tímaritsins Þjóðlífs við Þorstein. Orðrétt segirÞorsteinn: "Ég vil að Davíð komi til liðs við okkur á þingi. Mérfinnst það sjálfsagt mál. Það hafa fyrri borgarstjórarSjálfstæðisflokksins gert og kominn tími til að Davíð geri það líka."

"Þetta hefur ekki verið rætt með neinum formlegum hætti og hjá flokknum er það þannig að það eru flokksmennirnir sem taka ákvörðunum það hvort menn fara á þing eða ekki," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort hann ætlaði að sinna liðsköllun formanns flokksins og gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins til næstu alþingiskosninga.

Davíð benti á hinn bóginn á að það væri alþekkt staðreynd að borgarstjórar væru þingmenn einnig. "Reyndar hélt Bjarni Benediktsson því fram á sínum tíma, að það væri ekki hægt að vera borgarstjóri án þess að sitja jafnframt á þingi. Það kann nú að hafa verið þannig þá, en ég hugsa nú að það sé hægt nú," sagði Davíð. "Ég hef enga ákvörðun tekið," sagði Davíð, "og satt best að segja þá er engin krossferð í gangi með það að koma mér á þing."

Þorsteinn er í viðtalinu spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn stefni að því að mynda einn ríkisstjórn að afloknum næstu alþingiskosningum. Hann segir flokkinn hafa verið víðsfjarri að ná slíku fylgi, en hins vegar geti verið að aðstæður séu að breytast talsvert, ekki síst eftir yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar um að stjórnin stefni að því að sitja áfram. Þorsteinn segir það vera ljóst að margt frjálslynt fólk sem treyst hafi Alþýðuflokki og Framsóknarflokki fyrir atkvæði sínu, muni ekki fara "með þessum flokkum á bólakaf í áframhaldandi vinstri ríkisstjórn til þessað auka miðstýringu. Það getur vel verið að þarna sé að koma upp staða sem kalli á sterka borgaralega ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna," segir Þorsteinn.

Þorsteinn segir að fyrsta skrefið sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji stíga, næst þegar hann fer í ríkisstjórn, sé að leiðrétta rekstrarskilyrði undirstöðuatvinnuveganna með almennum aðgerðum. "Það þarf að ganga lengra en gert hefur verið í að leiðrétta raungengi krónunnar," segir Þorsteinn og síðar segir hann: "Ef við höldum áfram á þessari braut, þá versna lífskjörin og hagur heimilanna. Vitaskuld kostar það tímabundna fórn að leiðrétta rekstrarstöðu atvinnuveganna. En þar verða verðmætin til og einungis með öflugu atvinnulífi getum við bætt lífskjörin."