Ágústa Arinbjörnsdóttir Nú er hún langamma okkar látin. Við öll barnabarnabörnin sem vorum svo nátengd henni eigum svo góðar minningar. Alltaf var gott að koma til ömmu og þegar við komum í heimsókn tilhennar fórum við í kapp upp stigana og gekk þá mikið á. Beið okkar þá hennar hlýi armur á stigapallinum, síðan var farið inn og borið á borð okkar eftirlætis tekex, ostur og kók. Hvergi var osturinn betri. Inni í skáp átti amma trélest og fleira dót sem var alltaf jafnskemmtilegt að taka fram. Á góðviðrisdögum fórum við einnig út í garð þar sem voru rólur og önnur útileikföng. Þegar kom að því að fara heim gekk brösulega að finna okkur, við fundum alltaf einhvern felustað því við vildum vera lengur.

Tímar liðu og amma fluttist á Hrafnistu í Reykjavík. Ekki breitt ist ánægjan að fá að koma til hennar, alltaf var sama hlýja brosið sem mætti okkur. Þar eignaðist hún nokkra góða vini og viljum við sérstaklega nefna Eyjólf, sem hún hitti þar aftur þar sem þau höfðu þekkst í Vestmannaeyjum sem börn.

En síðasta árið hrakaði henni ört. Einum og hálfum mánuði áðuren hún fór frá okkur var stór stund í lífi hennar, það var að vera viðstödd þegar elsta barnabarnabarnið gifti sig. Hún vildi alls ekki missa af þessum stóra viðburði þrátt fyrirað vera bundin við hjólastól. Húnvar þar allan tímann, og hún yngdist upp um mörg ár. Þetta var henni ógleymanleg stund að vera innanum alla fjölskylduna.

Svo hrakaði henni mjög snögglega og hvarf úr lífi okkar, það einasem við getum huggað okkur við eru yndislegar minningar og að hún sé hjá langafa.

Við kveðjum ömmu og söknum hennar mikið.

Heiða S., Erla, Magnús, Einar Örn, Heiða K. og Kiddi.