Helga Þórarinsdóttir Langri starfsævi er lokið. Tengdamóðir mín, Helga Þórarinsdóttir, lést á Hrafnistu laugardaginn 27. maí sl. á 86. aldursári. Mig langar að minnast hennar meðnokkrum orðum. Hún var gift Ólafi Jónssyni og eignuðust þau 8 börn. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var hún að eiga sitt síðasta, komin undir fimmtugt. Þegar yngsta barnið hennar var rúmlega 3ja ára missti hún manninn sinn. Eftir fráfall Ólafs vann hún við hin ýmsu störf til að sjá sér og syni sínum farborða. Í mörg ár bjó hún í skjóli Lóu dóttur sinnar og Jóa tengdasonar í Grindavík og reyndust þau henni mjög vel. Gestrisnin var henni í blóð borin og hafði hún unun af að gefa okkur kaffi og með því. Fyrstu árin á Hrafnistu hafði hún litla íbúð útaf fyrir sig, þar sem gestrisni hennar naut sín einnig. Hin síðari ár hrakaði heilsu þessarar kjarnakonu og var hún hvíldinni fegin. Mér þótti mjög vænt um tengdamóður mína og vil ég þakka henni yndislega samfylgd og kveð hana með tveimur uppáhaldsvers um úr sálmum nr. 28.

Haf meðaumkun, ó herra hár.

Ég hef ei neitt að gjalda með en álít

þú mín angurstár og andvörp mín

og þakklátt geð.

Og þegar loks mitt lausnar-

gjald ég lúka skal, en ekkert hef

Við Krists míns herra klæðafald ég krýp

og á þitt vald mig gef.

Jana tengdadóttir.