31. október 1997 | Menningarlíf | 131 orð

Djasstónleikar í Garðabæ

DJASSKVINTETT Tónlistarskóla Garðabæjar heldur tónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ sunnudaginn 2. nóvember kl. 16. Kvintettinn skipa Edward J. Frederiksen básúna, Reynir Sigurðsson víbrafónn, Sveinn Eyþórsson gítar, Birgir Bragason bassi og Árni Áskelsson trommur. Leikin verður vinsæl og létt djasstónlist við allra hæfi.
Djasstónleikar í Garðabæ

DJASSKVINTETT Tónlistarskóla Garðabæjar heldur tónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ sunnudaginn 2. nóvember kl. 16. Kvintettinn skipa Edward J. Frederiksen básúna, Reynir Sigurðsson víbrafónn, Sveinn Eyþórsson gítar, Birgir Bragason bassi og Árni Áskelsson trommur.

Leikin verður vinsæl og létt djasstónlist við allra hæfi. Kirkjuhvoli verður breytt í kaffihús þar sem tónleikagestir geta notið veitinga af hlaðborði meðan á tónleikunum stendur. Þessir tónleikar eru nr. 2 í röð tónleika sem kennarar Tónlistarskóla Garðabæjar standa fyrir á þessu skólaári. Þeim er ætlað að vekja athygli á starfi skólans og með þeim vilja kennarar skólans jafnframt safna fé til kaupa á búnaði í nýtt húsnæði sem byggt verður sérstaklega fyrir skólann við Kirkjulund og ráðgert er að taka í notkun á næsta ári.

Eftir tónleikana gefst kostur á að sjá teikningar af skólanum.Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.