Guðný Ingibjörg Jósepsdóttir Elsku amma mín. Orð verða máttvana þegar harmur nístir hjarta. Það er ótrúlegt að þú skulir vera horfin úr þessu jarðlífi. Þú sem ávallt varst ein af föstum stoðum í tilverunni. Það er erfið tilhugsun að eiga hvorki eftir að sjá þig né heyra í þér framar,né heldur verða kaffi- og vatnsblandssoparnir fleiri með þér.

Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt það sem þú kenndir mér og veittir mér innsýn í. Megi guðsblessun fylgja þér í nýjum heimkynnum.

Kallið er komið,

komin er nú stundin,

vinaskilnaðar viðkvæm stund.

Vinirnir kveðja

vininn sinn látna,

er sefur hér hinn síðsta blund.Margs er að minnast,

margt er hér að þakka.

Guði sé lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þerri tregatárin stríð.

(V. Briem.) Anna Inga.