SPÁÐ er mjög köldu veðri um helgina, allt að 12 til 18 stiga frosti inn til landsins. Gert er ráð fyrir hægviðri. Smáél verða með austurströndinni og um tíma einnig norðantil. Um landið sunnan- og suðvestanvert verður áfram bjartviðri víðast hvar.
Spáð allt að 18 stiga frosti

SPÁÐ er mjög köldu veðri um helgina, allt að 12 til 18 stiga frosti inn til landsins. Gert er ráð fyrir hægviðri. Smáél verða með austurströndinni og um tíma einnig norðantil. Um landið sunnan- og suðvestanvert verður áfram bjartviðri víðast hvar.

Á morgun dregur úr frosti með vaxandi suðvestanátt. Um miðja vikuna er spáð slyddu og rigningu og síðar éljum.

Snjór er um norðan- og austanvert landið, en þokkaleg færð er um flesta vegi. Víða er hins vegar hálka og snjóþekja á vegum.