ÚTTAUGAKERFIÐ skiptist í ósjálfrátt taugakerfi og viljastýrt. Við stjórnum beinagrindarvöðvunum með því viljastýrða en undir ósjálfráða kerfið heyra hjartavöðvi, sléttir vöðvar og kirtlar. Ósjálfráða taugakerfið skiptist einnig í tvennt, í sympatíska kerfið og það parasympatíska.

Ósjálfráða og vilja-

stýrða taugakerfið

ÚTTAUGAKERFIÐ skiptist í ósjálfrátt taugakerfi og viljastýrt. Við stjórnum beinagrindarvöðvunum með því viljastýrða en undir ósjálfráða kerfið heyra hjartavöðvi, sléttir vöðvar og kirtlar. Ósjálfráða taugakerfið skiptist einnig í tvennt, í sympatíska kerfið og það parasympatíska. Fyrrnefnda kerfið er nokkurs konar neyðarkerfi og starfsemi þess eykst við álag og ógn með því að auka hjartslátt, hækka blóðþrýsting, losa svita og víkka sjáöldrin. Síðarnefnda kerfið hefur aftur á móti mest áhrif á líkamann þegar hann er í hvíld með því að hægja á hjartslætti og lækka blóðþrýsting. Þessi hluti sér um að fólk jafnar sig eftir að ógnin er liðin hjá.