650 DAUÐSFÖLL urðu í umferðinni í Grikklandi miðað við hverja eina milljón bíla árið 1995 en á sama tíma 310 í Frakklandi, 280 í Austurríki, 200 í Bandaríkjunum og Þýskalandi, um 170 í Sviss, 140 í Bretlandi, 130 í Svíþjóð og Noregi. Seat Arosa fær Gullna stýrið
Flest dauðsföll í Grikklandi

650 DAUÐSFÖLL urðu í umferðinni í Grikklandi miðað við hverja eina milljón bíla árið 1995 en á sama tíma 310 í Frakklandi, 280 í Austurríki, 200 í Bandaríkjunum og Þýskalandi, um 170 í Sviss, 140 í Bretlandi, 130 í Svíþjóð og Noregi.

Seat Arosa fær Gullna stýrið

GULLNA stýrið, sem þýska blaðið Bild am Sonntag veitir fyrir besta bílinn hvert ár, fór að þessu sinni til Seat Arosa í smábílaflokki. Í næstu sætum komu Suzuki Wagon R og Daihatsu Move.

Volvo öruggastur

SAMTÖK breskra bílaframleiðenda hafa veitt Volvo S40 og V40 Prince Michael Road Safety Award, sem eru verðlaun fyrir til þeirra bíla sem mesta vörn veita gegn árekstrum. Bílarnir þóttu sæta mestum tíðindum á sviði öryggismála á síðasta ári. Þetta er í fjórða sinn á átta árum sem Volvo fær þessa viðurkenningu fyrir öryggisbúnað sinn. S40 og V40 eru með fjóra líknarbelgi, (tvo líknarbelgi), ABS-hemla, hknakkapúða og þriggja punkta öryggisbelti við öll fimm sæti í bílunum.

V8 GDI vél frá Mitsubishi

MITSUBISHI býður Pajero jeppann með V8 GDI vél á næsta ári og mun bíllinn með þessari vél etja kappi við Range Rover og Toyota Land Cruiser með hefðbundnum átta strokka vélum. Vélin verður hins vegar fyrst sett í lúxusbílinn Debonair í október. Hyndai mun einnig bjóða þessa sömu vél með samningi við Mitsubishi í Grandeur. Einnig verður GDI vélin fáanleg í næstu kynslóð Mitsubishi 3000 GT sem kemur á markað 2001.

Renault í Rússlandi

RENAULT hefur gert samning við rússneska bílaframleiðandann Moskvich um að framleiða Renault Mégane í Moskvu. Samningurinn hljóðar upp á sem svarar til 24 milljarða ÍSK. Samsetning á Mégane á að hefjast strax á þessu ári og vera komin í fulla vinnslu árið 2000.

Escort eigi meir

FORD hefur tilkynnt að fyrirtækið muni leggja niður Escort nafnið á nýjum arftaka bílsins sem kemur á markað innan skamms. Nýja nafnið sem bíllinn mun bera verður Ikon. Einnig hefur Ford ákveðið að flýta því að setja bílinn á markað til að mæta samkeppni frá nýjum Opel Astra sem kemur á markað í mars í Evrópu. Escort kom fyrst á markað fyrir 20 árum en arftakinn hefur orðið fyrir róttækum breytingum og þykir mönnum rétt að breyta um leið nafni bílsins. Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í mars.

Econoline til lögreglunnar

BRIMBORG afhenti Lögreglunni í Reykjavík nýlega nýjan Ford Econoline og er hann sá 11. í flota lögreglunnar. Á síðasta ári seldi Brimborg þrjá Econoline til lögregluembætta og afhenti að auki nokkrar Econoline sjúkra- og hjálparsveitabifreiðar á liðnu ári. Á myndinni eru frá vinstri Ólafur Friðsteinsson frá Brimborg, Geir Jón Þórisson varðstjóri og Gísli Jón Bjarnason, fyrirtækjasviði Brimborgar.