HLJÓMTÆKJUM að verðmæti 250 þúsund krónur var stolið úr verslun við Ármúla aðfaranótt laugardags. Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu því eftirtekt að rúða var brotin í versluninni og fóru inn en þá fór þjófavarnakerfi í gang, sem af einhverjum ástæðum hafði ekki orðið þjófsins vart.
Hljómtækjum stolið

HLJÓMTÆKJUM að verðmæti 250 þúsund krónur var stolið úr verslun við Ármúla aðfaranótt laugardags.

Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu því eftirtekt að rúða var brotin í versluninni og fóru inn en þá fór þjófavarnakerfi í gang, sem af einhverjum ástæðum hafði ekki orðið þjófsins vart.