FÍDEL Kastró Kúbuleiðtogi flutti á föstudagskvöld sex stunda ávarp í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem hann hvatti þegna sína til þess að fylla öll torg og götur Havana þegar Jóhannes Páll páfi kemur í heimsókn til Kúbu næstkomandi miðvikudag.

Kastró vill

full torg

Havana. Reuters.

FÍDEL Kastró Kúbuleiðtogi flutti á föstudagskvöld sex stunda ávarp í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem hann hvatti þegna sína til þess að fylla öll torg og götur Havana þegar Jóhannes Páll páfi kemur í heimsókn til Kúbu næstkomandi miðvikudag. Kastró sagði að sannir byltingarsinnar myndu víst heyra ýmislegt frá páfa sem þeim geðjaðist ef til vill ekki að en bað menn að hafa engan byltingaráróður í frammi.