Sigríður Kristófersdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar sem lést langt fyrir aldur fram, aðeins 52 ára gömul. Mér er efst í huga þakklæti til hennar fyrir alla þá umhyggju og hlýhug sem hún sýndi okkur.

Vér biðjum þig Drottinn að blessa þá hrjáðu,

þú birtir oss syndugum mátt þinn á jörð.

Lát náðarsól rísa, veg þeim öllum vísa

er villir fóru leið, hafa týnt sinni hjörð.Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum hreinu,

þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól.

Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir,

þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól.Vér flytjum þér lofgjörð, þú líknar og græðir

og léttir oss göngu í stormanna klið.

Frá ánauð og helsi gef hjörð þinni frelsi,

þín hjálp er jafnan nær. Ó, Guð veit oss frið.

Veit oss þinn frið.

(C.H. Gabríel - Lárus Halldórsson.) Elsku Sigga, yndisleg minning um þig lifir í hjarta okkar allra.

Þín tengdadóttir

Kolbrún Ósk Albertsdóttir.