"ÞETTA voru sömu nárameiðslin og voru að hrjá mig í síðasta leik og ég geri mér ekki grein fyrir hversu alvarleg þau eru," sagði Pétur Marteinsson, leikmaður með Hammarby í Svíþjóð, en hann lék aðeins fyrstu 35 mínútunar gegn Gautaborg á mánudagskvöld. "Ég kem heim á morgun [í dag] og fæ þá íslenska sérfræðinga til þess að skoða mig og leggja dóm sinn á þessi meiðsli.
Pétur Marteinsson gefur kost á sér í lansliðið þrátt fyrir nárameiðsli

Kemur í ljós

hvort ég spila "ÞETTA voru sömu nárameiðslin og voru að hrjá mig í síðasta leik og ég geri mér ekki grein fyrir hversu alvarleg þau eru," sagði Pétur Marteinsson, leikmaður með Hammarby í Svíþjóð, en hann lék aðeins fyrstu 35 mínútunar gegn Gautaborg á mánudagskvöld. "Ég kem heim á morgun [í dag] og fæ þá íslenska sérfræðinga til þess að skoða mig og leggja dóm sinn á þessi meiðsli. Eftir það verður bara að koma í ljós hvort ég geti verið með í landsleikjunum tveimur sem framundan eru eða ekki." Landsliðshópurinn sem mætir Armeníu og Rússlandi var valinn í gær.

Pétur sagðist hafa tekið nokkurra daga hlé frá æfingum eftir að meiðslin komu upp fyrir rúmri viku, en æfði síðan á laugardag og sunnudag og ekkert fundið fyrir meiðslum. "Það er bara allt annað að æfa en að leika. Strax í fyrsta spretti í leiknum við Gautaborg fann ég fyrir meiðslunum og var því ekki að taka áhættu og bað um skiptingu. Framundan eru fjórir síðustu leikirnir í deildinni auk landsleikja og því borgaði sig ekki að tefla á tvær hættur."

Hammarby er í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur verið það undanfarnar vikur, en deildarkeppninni lýkur snemma í nóvember. Hammarby á eftir að leika við Halmstad og Malmö á heimavelli og Vestra-Frölunda og Örebro á útivelli. "Það er gríðarleg spenna í deildinni, sem er mjög jöfn, og það lið sem hefur bestu stemmninguna verður meistari."

Morgunblaðið/Golli PÉTUR Marteinsson og Lárus Orri Sigurðsson, sem eiga hér í höggi við einn frönsku sóknarmannanna í landsleiknum á dögunum. Í dag kemur væntanlega í ljós hvort Pétur geti leikið landsleikina tvo sem framundan eru vegna meiðsla.