FORSALA á leik Íslands og Rússlands í Evrópukeppni landsliða, sem verður á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. október, stendur yfir á bensínstöðvum Esso til kvölds 13. október. Bestu sætin kosta 2.000 kr. í forsölu en 2.500 kr. á leikdag en önnur sæti kosta 1.200 kr. í forsölu en 1.500 kr. á leikdag.


Forsala á leikinn við Rússa FORSALA á leik Íslands og Rússlands í Evrópukeppni landsliða, sem verður á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. október, stendur yfir á bensínstöðvum Esso til kvölds 13. október. Bestu sætin kosta 2.000 kr. í forsölu en 2.500 kr. á leikdag en önnur sæti kosta 1.200 kr. í forsölu en 1.500 kr. á leikdag.

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að miðaverð hefði verið lækkað frá leiknum við Frakka en þá hefði verið uppselt í forsölu. "Allir vita hvað Rússar geta og við treystum á áframhaldandi stuðning áhorfenda," sagði formaðurinn. "Þeir sem voru á leiknum við Frakka muna eflaust hvað var gaman og við þurfum góðan stuðning til að ná árangri á móti Rússum."

Rússar hindruðu leik í ágúst

RÚSSAR komu í veg fyrir að leikur Armeníu og Íslands yrði í ágúst eins og KSÍ vildi og aðrar þjóðir í riðlinum samþykktu. "Einhugur verður að ríkja um niðurröðunina og Rússar tóku ekki í mál að við spiluðum í Armeníu í ágúst," sagði Eggert. "Þeir sögðu það óeðlilegt að þeir kæmu til Íslands eftir að hafa leikið við Frakka í Moskvu og spiluðu við óþreytta Íslendinga."

Strákarnir

sigruðu Letta

ÍSLAND vann Lettland 5:2 í riðlakeppni piltalandsliða, U18, sem fer fram í Frakklandi. Veigar Gunnarsson gerði tvö mörk í gær en Jóhannes Karl Guðjónsson, Baldur Bett og Ingi Hrannaar Heimisson sitt markið hvor.