NEFND á vegum forsætisráðherra telur verulega annmarka á því að meginreglum íslenzkrar stjórnskipunar hafi verið fylgt við að leiða reglur Evrópska efnahagssvæðisins í íslenzkan rétt. Nefndin telur fjár- og mannaflaskort í ráðuneytum eina ástæðu þessa, þótt í ýmsum tilvikum hafi hið smáa íslenzka stjórnkerfi fengið miklu áorkað miðað við aðstæður.
Lögleiðing EES-reglna

Íslenzkum reglum ekki fylgt

NEFND á vegum forsætisráðherra telur verulega annmarka á því að meginreglum íslenzkrar stjórnskipunar hafi verið fylgt við að leiða reglur Evrópska efnahagssvæðisins í íslenzkan rétt. Nefndin telur fjár- og mannaflaskort í ráðuneytum eina ástæðu þessa, þótt í ýmsum tilvikum hafi hið smáa íslenzka stjórnkerfi fengið miklu áorkað miðað við aðstæður.

Í skýrslu nefndarinnar, sem kynnt var í gær, segir að ekki hafi ávallt verið hugað nægilega að því hvort í settum lögum sé að finna efnislegar heimildir til að setja stjórnvaldsfyrirmæli, sem skerði frelsi eða innihaldi almennar réttarreglur sem snúi að borgurunum. Þá segir nefndin að finna megi dæmi um að lögleiddar hafi verið hér á landi reglur, sem bindi hendur Íslendinga, án þess að jafnframt hafi verið lögleiddar þær undanþágur, sem gildi á EES. Óþarflega miklar takmarkanir séu settar á athafnafrelsi íslenzkra borgara og íslenzk stjórnvöld séu þannig "kaþólskari en páfinn".

Þá telur nefndin að við birtingu á fjölmörgum EES-gerðum hafi ekki verið farið að kröfum stjórnarskrár og íslenzkra laga og að auglýsingar á gildistöku að þjóðarétti á breytingum á viðaukum og bókunum við EES-samninginn hafi ekki átt sér stað svo sem ótvírætt sé skylt samkvæmt íslenzkum lögum.Frjálsræði skert/33