Endurnýjun langt komin TURN Bessastaðakirkju var í gær hífður á sinn stað eftir að burðarvirki hans hafði verið endurbyggt en þar voru viðir orðnir feysknir. Næst er að klæða hann og verður koparklæðning yst.
Endurnýjun langt komin

TURN Bessastaðakirkju var í gær hífður á sinn stað eftir að burðarvirki hans hafði verið endurbyggt en þar voru viðir orðnir feysknir. Næst er að klæða hann og verður koparklæðning yst. Tómas Tómasson, verkfræðingur hjá Ístaki, sem sér um verkið segir að byrjað hafi verið í lok júní og verklok séu áætluð í nóvember enda hafi endurnýjun turnsins reynst viðameiri en gert var ráð fyrir. Múrhúðun á veggjum kirkjunnar hefur verið lagfærð og nú er verið að ljúka við að kústa hana hvíta á ný.

Morgunblaðið/Tómas Tómasson