TEIKNIMYNDIN Antz eða Maurar frá Draumasmiðju Spielbergs, Geffens og Katzenbergs var aðsóknarmest vestanhafs um helgina. Hún halaði inn 1.210 milljónir sem er nýtt met fyrir októbermánuð. Áður var það "Stargate" sem átti metið með 1.195 milljónir frá árinu 1994. Fjölmargir stórleikarar koma að Antz og talar Sharon Stone inn á fyrir þokkamaurinn Bala prinsessu.
Aðsóknin á kvikmyndir í Bandaríkjunum Maurar skriðu í

fyrsta sæti

TEIKNIMYNDIN Antz eða Maurar frá Draumasmiðju Spielbergs, Geffens og Katzenbergs var aðsóknarmest vestanhafs um helgina. Hún halaði inn 1.210 milljónir sem er nýtt met fyrir októbermánuð. Áður var það "Stargate" sem átti metið með 1.195 milljónir frá árinu 1994. Fjölmargir stórleikarar koma að Antz og talar Sharon Stone inn á fyrir þokkamaurinn Bala prinsessu.

Í öðru sæti varð Þegar draumarnir rætast eða "What Dreams May Come" með Robin Williams. Þriðja nýja myndin Roxbury að næturlagi náði svo fjórða sæti, en hún er byggð á gamanþáttunum "Saturday Night Live".

Af myndum sem sýndar eru í takmarkaðri dreifingu var "The Impostors" aðsóknarmest með 23,832 milljónir í 66 kvikmyndahúsum. Myndin fékk misjafna dóma hjá gagnrýnendum en fór samt upp fyrir "Pecker" í meðalaðsókn en sú síðarnefnda halaði inn 28 milljónir í 163 kvikmyndahúsum.

ÚR teiknimynd Draumasmiðjunnar Antz.

Sharon Stone