EINAR S. Einarsson biður kaupmenn afsökunar og er það vonum seinna. Hann lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af takmörkuðu eftirliti og framkvæmd eftirlits með kaupmönnum. Ætlar nú maðurinn að stofna verðlagseftirlitsstofnun? Hefur hann aldrei heyrt talað um lögmál samkeppninnar? Hann lýsir yfir fullu trausti á kaupmannastétt en dregur svo í land og fer að tala um betri verslanir.
Um athugasemd Einars S. Einarssonar Frá Sigurður Lárussyni:

EINAR S. Einarsson biður kaupmenn afsökunar og er það vonum seinna. Hann lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af takmörkuðu eftirliti og framkvæmd eftirlits með kaupmönnum. Ætlar nú maðurinn að stofna verðlagseftirlitsstofnun? Hefur hann aldrei heyrt talað um lögmál samkeppninnar? Hann lýsir yfir fullu trausti á kaupmannastétt en dregur svo í land og fer að tala um betri verslanir. Hverjar eru þessar betri verslanir, Einar? Eru það verslanirnar sem njóta vildarkjara hjá Visa og fá þar með forskot á aðrar verslanir í samkeppninni? Eru það verslanirnar sem aldrei mögla og borga bara í blindni? Hverjar eru svo hinar verri verslanir? Eru það verslanirnar sem reyna að vernda vöruverðið fyrir gráðugum milliliðum, hverra markmið eru að búa til sem flesta framleiðendur að kostnaði? Eru það verslanirnar sem ekki hafa áhuga eða vilja til að vera innheimtumenn fyrir bankakerfið? Eru það verslanirnar sem vilja að bankakerfið starfi í samræmi við lög? Að lokum. Hverjir verða hlunnfarnir í viðskiptum þegar kaupmaðurinn tekur að sér hlutverk bankakerfisins og fer að rukka viðskiptamenn þess um raunkostnað af plastkortanotkuninni í stað þess að velta þessum kostnaði yfir á þá viðskiptamenn sem kjósa að nota lögmæta greiðslumiðla, þ.e. peninga og ávísanir? Getur þú látið þér detta í hug af hverju ætti að rukka korthafa sérstaklega? Getur það verið af sömu ástæðu og þegar bankakerfið rukkar þá sérstaklega þegar þeir taka út peninga út á krítarkortin? (ath. peningarnir eru söluvara bankakerfisins). Kæri Einar: Þú skuldar öllum þegnum þessarar þjóðar afsökunarbeiðni. SIGURÐUR LÁRUSSON,

kaupmaður. Sigurður Lárusson