Kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í sterku sex þjóða móti í Tyrklandi 14. til 18. október. Tyrkir halda mótið í tilefni 75 ára lýðveldi Tyrklands og fer mótið fram í borginni Diyarbakir við Tígrisfljótið, en borgin er á svæðum Kúrda við Sýrland. Þetta er sannkölluð ævintýraferð fyrir stúlkurnar í landsliðinu.


HANDKNATTLEIKUR / KONUR Landsliðið í ævintýraferð til Tyrklands Kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í sterku sex þjóða móti í Tyrklandi 14. til 18. október. Tyrkir halda mótið í tilefni 75 ára lýðveldi Tyrklands og fer mótið fram í borginni Diyarbakir við Tígrisfljótið, en borgin er á svæðum Kúrda við Sýrland. Þetta er sannkölluð ævintýraferð fyrir stúlkurnar í landsliðinu.

Auk landsliðs Tyrklands taka lið frá Íslandi, Króatíu, Portúgal, Hollandi og Austurríki þátt í mótinu. Landsliðshópurinn heldur til Tyrklands á mánudaginn og verður ferð liðsins erfið ­ komið verður til Diyarbakir á þriðjudag, með viðkomu í London, Istanbúl og Ankara.

Sex stúlkur sem leika með liðum í Noregi, Danmörku og Þýskalandi verða í landsliðshópnum. Það eru þær Hrafnhildur Skúladóttir og Helga Torfadóttir, sem leika með Bryne í Noregi, Heiða Erlingsdóttir, sem leikur með HSG Albstadt í Þýskalandi, Brynja Steinsen, sem leikur með Minden í Þýskalandi, Fanney Rúnarsdóttir, sem leikur með Tertnes í Noregi og Ágústa Edda Björnsdóttir, sem leikur með Ribe í Danmörku.

Theódór Guðfinnsson, þjálfari kvennalandsliðsins, mun tilkynna landsliðshóp sinn á morgun, en þá kemur það saman til æfinga.

»Ferðakort / C3