FIMMTUDAG í næstu viku, 15. október, mega veiðar á rjúpu hefjast. Til að ræða ástand rjúpnastofnsins flytur Ólafur K. Nielsen dýravistfræðingur erindi og svarar spurningum á opnum félagsfundi Skotveiðifélags Íslands í kvöld, miðvikudag 7. október, klukkan 20.30 í Ráðhúskaffi.
Fjallað um ástand rjúpnastofnsins

FIMMTUDAG í næstu viku, 15. október, mega veiðar á rjúpu hefjast. Til að ræða ástand rjúpnastofnsins flytur Ólafur K. Nielsen dýravistfræðingur erindi og svarar spurningum á opnum félagsfundi Skotveiðifélags Íslands í kvöld, miðvikudag 7. október, klukkan 20.30 í Ráðhúskaffi.

Í fréttatilkynningu frá Skotveiðifélaginu er fjallað um spurningar sem væntanlega verða til umræðu á fundinum í kvöld. Í tilkynningunni segir m.a.: "Rannsóknir dr. Ólafs K. Nielsen dýravistfræðings hafa sýnt að veturna 1995­1996 og 1996­1997 féllu allt að 70% rjúpna sem voru á lífi í nágrenni Reykjavíkur í upphafi veiðitímans fyrir hendi veiðimanns. Hins vegar hafa talningar í Kvískerjum á öræfum sýnt að þar hefur rjúpunni fækkað þó svo að á því svæði sé hún friðuð. Ýmsum spurningum varðandi lifnaðarhætti rjúpunnar er því enn ósvarað. Er hægt að alhæfa niðurstöður rannsókna í nágrenni Reykjavíkur á allt Suðvesturlandið? Hverjar eru síðustu fréttir af ástandi rjúpnastofnsins? Hvernig stendur á því að rjúpnastofninn á Suðvesturlandi fylgir ekki uppsveiflum annars staðar á landinu? Hvernig er ástand rjúpnastofnsins á Vestfjörðum? Er nauðsynlegt að grípa til verndunaraðgerða hér á Suðvesturlandi?